Sækja ferðafólk inn í Landmannalaugar

Flugbjörgunarsveitin á Hellu fór í morgun að sækja hóp ferðafólks í Landmannalaugar. Færðin var mjög slæm og veðurútlit ekki gott.

Ferðafólkið var vel búið en snjóbíl þurfti til að sækja hópinn. Snjóbíllinn er nú kominn inn í Laugar en hann var fimm tíma á leiðinni þangað.

Nokkur ófærð hefur verið víða á landinu í gærkvöldi, í nótt og í morgun. Hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til aðstoðar ökumönnum, meðal annars við Reynisfjall.
Fyrri greinJólasamvera í Listasafninu
Næsta greinÞrjár milljónir í háhraðanet í dreifbýli