Sæbýli fær 5 milljóna styrk

Sæbýli ehf. á Eyrarbakka fékk fimm milljóna króna styrk úr Skötuselssjóðnum svokallaða til að halda áfram eldi og vinnslu á japönskum sæeyrum í lokuðu Sustain­Cycle kerfi.

Að sögn Ásgeirs Guðnasonar framkvæmdastjóra er þetta mjög mikilvægt til að styðja við það þróunarstarf sem unnið er að hjá Sæbýli en nokkur ár geta enn liðið áður en sala hefst til neytenda.

,,Þetta gengur vel og uppbyggingin er á fullu. Það hefur reynst vera mjög góð ákvörðun að koma hingað á Eyrarbakka og við finnum að jákvætt umhverfi hér á eftir að hjálpa okkur mikið,” sagði Ásgeir.