Sæbjörg Eva dúxaði í FSu

Sæbjörg Eva Hlynsdóttir frá Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum er dúx Fjölbrautaskóla Suðurlands á haustönn 2017. Sæbjörg Eva lauk stúdentsprófi á tveimur og hálfu ári.

Í gær brautskráðust sjötíu nemendur frá fjölbrautaskólanum.

Sæbjörg Eva, Arna Dögg Sturludóttir, Bergrún Gestsdóttir og Sarah Lillan During hlutu viðurkenningar frá Hollvarðasamtökum FSu. Bergrún fékk einnig viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræði og eðlis- og efnafræði, Arna Dögg fyrir góðan árangur í spænsku og Sarah Lillian fyrir frábæran árangur í bóklegri og verklegri hjúkrun á sjúkraliðabraut.

Þorgerður Helgadóttir hlaut viðurkenningar fyrir góðan árangur í sögu og frönsku, Jóhanna Sveinsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir áhuga og mjög góðan árangur í íslensku og Júlía Sól Kristinsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir mikinn áhuga og árangur í myndlist.

Þá hlaut Sigþór Constantin Jóhannsson viðurkenningu fyrir vel unnin störf að félagsmálum.

Fyrri greinDagur og Sindri settu Íslandsmet
Næsta greinStefán Logi í Selfoss: „Fagmennskan heillaði mig“