Rýmri tími til rjúpnaveiði

Rjúpa. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veiðitímabil rjúpu verði frá 1. nóvember – 30. nóvember.

Leyft er að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags í hverri viku. Veiðibann er miðvikudaga og fimmtudaga. Áfram er í gildi sölubann á rjúpum og eru veiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum. Umhverfisstofnun fylgir sölubanninu eftir.

Með þessu fylgir ráðherra ráðgjöf Umhverfisstofnunar sem unnin var í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Fuglaverndarfélag Íslands og Skotvís.

Veiðiverndarsvæði verður áfram á suðvesturlandi líkt og undanfarin ár. Veiðimönnum er enn fremur bent á að kynna sér takmarkanir á veiðum á friðlýstum svæðum.

Gengið er út frá að rjúpnaveiði verði með sama hætti árin 2020 og 2021 með fyrirvara þó um hugsanlegar breytingar.

Fyrri greinMaría og Eðvald HSK meistarar í golfi fatlaðra
Næsta greinSverrir ekkert með í vetur