Rýmingu húsa aflétt

Rýmingu húsa Grashaga, Reyrhaga, Laufhaga, Lambhaga og Úthaga á Selfossi er nú aflétt. Fólki er heimilt að snúa heim aftur. Enn er lokað í Úthaga en vonir standa til að hann hreinsi sig hratt núna.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að vera kunni að einhver húsanna séu metuð af reykjarlykt og er fólk hvatt til að lofta vel út sé þess kostur. Sé ekki hægt að vera í húsunum í nótt mun starfsfólk í fjöldahjálparstöð í Vallaskóla verða til aðstoðar því fólki sem ekki kemst til síns heima.

Evacuation of buildings in Haga District (Grashagi, Reyrhagi, Laufhagi, Lambhagi, Nauthagi og Heimahagi) Selfoss is now lifted. People can return home exept in houses in Úthagi which is still closed.

Milli 40 og 50 manns fóru í fjöldahjálparstöð í Vallaskóla en margir leituðu skjóls hjá vinum og ættingjum. Í fjöldahjálparstöðinni fór vel um fólk í höndum RKÍ og HSu. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki.

UPPFÆRT KL. 01:00: Rýmingu aflétt að fullu. Slökkvistarfi er nú að ljúka á vettvangi í Gagnheiði á Selfossi. Ákveðið hefur verið að aflétta öllum rýmingum íbúðarhúsa í Hagahverfi þar með. Áfram verða lokanir um sinn vegna slökkvistarfs á vettvangi.

Evacuation of buildings in Haga District (Grashagi, Reyrhagi, Laufhagi, Lambhagi, Nauthagi, Úthagi og Heimahagi) Selfoss is now lifted. People can return home.

Fyrri grein„Rýmingin gekk vel“
Næsta greinVilja efla stöðu garðyrkjunnar í Hveragerði