Rýmingu er lokið

Rýmingu er lokið á bæjum sunnan undir Eyjafjallajökli. Alls hefur verið rýmt á 30-40 bæjum og eru sautján björgunarsveitarmenn frá Vík, Hellu og Hvolsvelli að störfum.

Kjartan Þorkelsson, sýslumaður, sagði í samtali við sunnlenska.is að aðgerðir hafi gengið vel. Íbúar undir Eyjafjöllum safnast saman Heimalandi, Varmahlíð og Drangshlíð.

Vegum á svæðinu hefur ekki verið lokað en vakt er við Þverá, austan við Hvolsvöll og í Skógum og eru vegfarendur látnir vita af aðstæðum.

Fyrri greinRýming hafin sunnan jökuls
Næsta greinVaxandi órói bendir til eldgoss