Rýmingu er aflétt – MYNDIR

Skyndirýmingu umhverfis Eyjafjallajökul er aflétt. Flóðið er í rénun og engar staðfestar tilkynningar um tjón.

Íbúar mega halda aftur til síns heima að undanskildum þeim íbúum sem ekki gistu heima hjá sér síðustu nótt. Þeir fá heldur ekki að gista heima í nótt.

Sigurður Jónsson á Hvolsvelli var við Háamúla í Fljótshlíð þegar flóðið reið yfir og tók myndirnar sem eru hér í dálkinum neðst til hægri.

Attached files

Fyrri greinÍtrekuð skemmdarverk á vélum og bílum
Næsta greinBjörgunarsveitir biðu á Landvegamótum