Rýmingu aflétt að mestu

Almannavarnir hafa ákveðið að aflétta rýmingu að mestu, frá klukkan 20 í kvöld. Hins vegar verða þau svæði sem eru næst flóðafarvegunum þ.e við Austur-Landeyjar og undir Eyjafjallajökli, áfram rýmd í nótt.

Rætt verður sérstaklega við þá íbúa sem fá ekki að fara heim til sín í nótt. Um er að ræða hluta af Austur-Landeyjum og svæði sem standa næst flóðfarvegunum. Ekki er heimilt að dvelja í frístundahúsum á svæðinu sem rýmt var vegna eldgossins síðastliðna nótt.

Þeir sem fá hins vegar að fara heim til sín í kvöld eru beðnir um að vera vakandi og tilbúnir að rýma hús sín með skömmum fyrirvara á ný ef þörf krefur.

Vegir verða áfram lokaðir og takmarkanir á umferð um rýmingarsvæðið.

Fyrri greinÖnnur flóðbylgja á leiðinni
Næsta greinKolsvartur strókur úr jöklinum