Rýming hafin sunnan jökuls

Í samráði við jarðvísindamenn á Veðurstofu Íslands hefur verið tekin ákvörðun um rýmingu sunnan Eyjafjallajökul í öryggisskyni. Jarðskjálftahrina hófst þar kl. 23 í kvöld.

Rýmt verður frá Markarfljóti í vestri og austur að Skógum. Nú er verið að hringja á þá bæi sem beðnir eru um að rýma. Lögreglan á Hvolsvelli og björgunarsveitir hafa umsjón með rýmingunni.

Samhæfingarstöð hefur verið virkjuð og fylgst er með framvindu í samvinnu við jarðvísindamenn.

Fyrri greinJarðskjálftahrina undir Eyjafjallajökli
Næsta greinRýmingu er lokið