RÚV gefur út myndina um Reyni Pétur

Fyrir skömmu var ákveðið að Ríkisútvarpði gefi út kvikmyndina um Reyni Pétur Ingvarsson á Sólheimum, "Reynir Pétur gengur betur", nú í vor.

Myndin var gerð af þeim Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur og Guðmundi Bergkvist um göngugarpinn Reyni Pétur. Myndin var gerð árið 2010 í tilefni þess að þá voru 25 ár liðin frá því að Reynir Pétur gekk hringinn í kring um landið, fyrstur manna.

Við það tækifæri var Reyni Pétri boðið í heimsókn i höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti í Reykjavík. Hitti hann þar að máli m.a. Pál Magnússon útvarpsstjóra, Maríu Sigrúnu og Ómar Ragnarsson, en Ómar átti mörg skemmtileg og fróðleg viðtöl við Reyni Pétur á meðan að Íslands gangan 1985 stóð yfir.

Reynir Pétur lagði af stað frá Selfossi þann 25. maí og lauk hringnum mánuði seinna, 25. júní. Þá hafði hann lagt að baki 1.411 km. Að meðaltali gekk hann rétt tæplega 50 km á sólahring, oftast fór hann á bilinu 40-50 km á sólarhring en mest gekk hann allt að 70 km á sólarhring.

ReynirPeturdvd_2_647173039.jpg
Reynir Pétur á göngu sinni um hringveginn árið 1985. Ljósmynd/solheimar.is