Rútuslys á Mýrdalssandi

Lögregla og sjúkralið ásamt björgunarsveitum frá Vík, Klaustri og Álftaveri hafa verið kallaðar út vegna rútuslyss á Mýrdalssandi. Smárúta með 11 farþega fór útaf veginum og í skurð um 10 km austan við Hjörleifshöfða.

Fimm manns eru slasaðir en enginn þeirra alvarlega.

Sjúkralið og björgunarsveitir eru á staðnum og verið er að veita hinum slösuðu þá aðstoð er þeir þurfa og flytja af vettvangi.