Ruth ráðin til Bókabæjanna

Ruth Ásdísardóttir hefur verið ráðin í 50% starf til að sinna hinum ýmsum verkefnum fyrir Bókabæina austanfjalls.

Ruth lauk B.A. námi í almennri bókmenntafræði árið 2007 og er að ljúka meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Ruth hefur komið víða við og hefur meðal annars starfað sem textahöfundur, markaðsfulltrúi, útlisthönnuður, blaðamaður og auglýsingafulltrúi.

Í tilkynningu frá segir að það séu spennandi tímar framundan hjá Bókabæjunum austanfjalls og mörg skemmtileg verkefni sem bíða.

Fyrri greinFramrás bauð lægst í vegagerð
Næsta greinHelgi Haralds: Vinnum faglega og hugsum til framtíðar