Rúta þverar veginn við Pétursey

Ljósmynd/Landsbjörg

Mikil ófærð hefur verið á Suðurlandi í dag. Suðurlandsvegur hefur verið lokaður síðan í gærkvöldi milli Markarfljóts og Kirkjubæjarklaustur.

Lokanir stöðvuðu þó ekki rútubílstjóra sem fór innfyrir lokun og festi langferðabifreið sína sem nú þverar veginn við Pétursey. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar á vettvang.

UPPFÆRT KL. 20:48: Rútan var losuð með stórvirkum vinnuvélum. Bílstjórinn hélt áfram akstri á lokuðum vegum og festi rútuna aftur. Nú situr hún þversum á veginum að Hótel Dyrhólaey. Fjöldi bílstjóra hefur virt lokunarpósta að vettugi í dag og hafa þeir lokunarpóstar nú verið mannaðir af lögreglu.

Fyrri greinAðstoðuðu um 200 manns í nágrenni Víkur
Næsta greinÞyrla sótti fótbrotinn ferðamann