Rúta með 23 innanborðs valt á Mosfellsheiði

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rúta með 23 manns innanborðs valt á Mosfellheiði skammt vestan Grafningsvegar efri um klukkan hálf ellefu í morgun.

Sjúkraflutningamaður sem staðsettur er yfir dagtímann á Þingvöllum fór strax á vettvang og fljótlega lágu fyrir upplýsingar um að allir væru uppistandandi og ekki um alvarlegt slys að ræða.

Engu að síður var viðbragði haldið enda kalt á vettvangi og nauðsynlegt að koma fólki í skjól. Það var flutt í þjónustumiðstöðina á Þingvöllum en rekstraraðili rútunnar sendi annan bíl eftir þeim sem ekki voru fluttir með sjúkrabíl til skoðunar á HSU á Selfossi.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um þjoðerni fólks eða ferðalag þeirra.

Fyrri greinEva María Íslandsmeistari í hástökki
Næsta greinVesturhluti Víkur í Mýrdal orðinn verndarsvæði í byggð