Rúta með átján manns valt útaf Suðurlandsvegi

Laust fyrir hádegi í dag valt rúta út af Suðurlandsvegi austan við Heimaland undir Eyjafjöllum. Átján manns voru í rútunni og verða fimm til sjö manns fluttir með sjúkrabílum á sjúkrastofnun en meiðsl þeirra eru talin minniháttar.

Opnað verður fyrir fjöldahjálp í félagsheimilinu að Heimalandi fyrir þá sem eru óslasaðir meðan þeir bíða flutnings.

Lögreglu og sjúkraflutningamenn eru við vinnu á vettvangi, þar er gott veður, sól og logn en gríðarleg hálka á vegi.

Fyrri greinÁtta sóttu um í Reykholti og þrettán á Laugarvatni
Næsta greinAusturvegurinn opnaður í dag