Ruslapoki með beinaleifum fannst í Kömbunum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ruslapoki með beinaleifum og ýmsum munum fannst í Kömbunum í gær og fékk lögreglan á Suðurlandi ábendingu um fundinn um kvöldmatarleitið í gær.

Vísir greindi fyrst frá málinu og hefur eftir Oddi Árnasyni, yfirlögregluþjóni, að of snemmt sé að segja til um hvort að um mannabein sé að ræða en að ljóst sé að beinin séu mjög gömul.

Oddur segir að beinin og munirnir sem fundust verði send tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar.

Í frétt mbl.is kemur fram að fólk á gangi hafi fundið pokann í hraungjótu ofan við Hveragerði.

Fyrri greinÞrír sunnlenskir þjálfarar á Ólympíuleikunum
Næsta greinSuðurlandsdjazz í Skálanum alla laugardaga