Rúmlega þúsund Sunnlendingar í einangrun og sóttkví

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 444 einstaklingar í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og 624 í sóttkví.

Flestir eru í einangrun á Selfossi, 122 einstaklingar og þar eru 168 í sóttkví. Hvolsvöllur er eini þéttbýlisstaðurinn á Suðurlandi þar sem enginn er í einangrun, en annars dreifast smitin um allt Suðurland.

Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Fyrri greinLionsmenn halda utan um kolefnisjöfnun HS Veitna
Næsta greinHluta Þingvallavegar lokað á meðan á björgunaraðgerðum stendur