Rúmlega eitthundrað atkvæði komin í kassana

Í gær höfðu 104 einstaklingar kosið utankjörfundar, eða skilað atkvæðum fyrir komandi Alþingiskosningar, hjá sýslumönnunum í Suðurkjördæmi.

Flest atkvæði voru komin í hús í Keflavík, 33 talsins en 20 á Selfossi. Enginn hafði kosið utankjörfundar í Vík í Mýrdal.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumönnum í kjördæminu, en þeir eru sex talsins; í Vestmannaeyjum, Keflavík, á Selfossi, Hvolsvelli, í Vík og á Höfn í Hornafirði.

Framboðsfrestur er ekki runninn út og því geta þeir sem nú þegar hafa kosið mætt aftur á kjörstað ef þeim snýst hugur, annað hvort hjá sýslumanni eða í kjördeild á kjördag.

Fyrri greinEðlilegt ástand við Heklu
Næsta greinNý hlaupaleið í Grýló