Rúmar 360 milljónir í verkefni á Suðurlandi

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja í sumar 850 milljónum króna til brýnna uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins.

Ráðist verður í 104 verkefni á 51 stað á landinu, auk þess sem viðbótarfé verður varið til aukinnar landvörslu um allt land. Mest verður framkvæmt í Skaftafelli og á Þingvöllum, við Geysi, í Dimmuborgum, á miðhálendinu, við Gullfoss, Dyrhólaey, Dynjanda, Stöng í Þjórsárdal og Dettifoss.

Alls er rúmum 360 milljónum króna varið í verkefni á Suðurlandi.

Verkefnin eru af ýmsum toga en megináhersla er lögð á framkvæmdir vegna göngustíga, útsýnispalla, bílastæða og salernisaðstöðu, segir í tilkynningu frá ríkisstjórninni.

Hér að neðan má sjá sundurliðað yfirlit yfir fyrirhugaðar framkvæmdir.

Dyrhólaey 31.000.000
Bílastæði við salernishús og frágangur á eldra stæði 15.000.000
Salernishús lokafrágangur og rotþróar 16.000.000

Friðland að Fjallabaki 20.000.000
Aðkomuskilti, uppsetn./endurnýjun 1.500.000
Lokafrágangur landvarðaaðstöðhúss í Landmannahelli 1.500.000
Úrbætur í stígagerð, Laugavegur og önnur viðkvæm svæði 17.000.000

Geysir í Haukadal 50.000.000
Uppbygging svæðisins 50.000.000

Gullfoss 34.000.000
Endurnýjun á útsýnispalli 7.000.000
Endurnýjun eldri stiga 5.000.000
Hönnun stígs frá Gullfosskafffi niður að hringtorgi 1.000.000
Hönnun öryggisgirðingar vegna grjóthruns að fossi 5.000.000
Viðhald malarstíga niður að fossi 1.000.000
Nýir göngustígar auk útsýnispalls út á brún á efra svæði 15.000.000

Hjálparfoss 6.000.000
Ljúka verkefni, stígagerð vegna aðgengis að fossinum 6.000.000

Hrútshellir 4.000.000
Laga þarf hleðslur og aðgengi til að tryggja öryggi heimsækjenda og verja minjar 4.000.000

Laugarvatn 10.000.000
Viðbótarfjármagn til framkvæmdar 10.000.000

Seljavallalaug 5.000.000
Steypa þarf gólf í búningsklefum og fara í allsherjar steypuviðgerðir. Friðlýst. 5.000.000

Steinahellir 4.000.000
Laga þarf helli, setja upp þil og bæta aðgengi og öryggi ferðamanna 4.000.000

Stöng í Þjórsárdal 30.000.000
Göngubrú yfir Rauðá til að bæta öryggi og aðgengi að minjum + Bílastæði. 30.000.000

Þingvellir 156.500.000
Afmörkun göngustíga á völdum stöðum – kaðlagirðingar og stýringar 3.000.000
Bæklingar/kort 2.000.000
Endurbygging göngupalls í Stekkjargjá 8.000.000
Flosagjá-Nikulásargjá-Spöngin-gróðurvernd 15.000.000
Fræðsluskilti á völdum stöðum. 3.000.000
Gerð göngustíga á Gjábakkasvæði og Arnarfelli 12.500.000
Göngupallar milli ála Öxarár 8.000.000
Hljóðleiðsögn / app 2.000.000
Núverandi göngustígar í Þingvallahrauni viðhald 25.000.000
Silfra -útsýnisaðstaða 5.000.000
Silfra-Bætt salernisaðstaða 2.000.000
Silfra-Gróðurvernd og afmörkun göngustíga 1.000.000
Silfra-malbik á bílastæði 7.000.000
Silfra-stigi og pallur 5.000.000
Stór upplýsingaskilti á völdum stöðum í þinghelgi 3.000.000
Stýringar á bílastæðum-Vélbúnaður 15.000.000
Stækkun núverandi útsýnispalls á Hakinu 2.000.000
Stækkun/fjölgun/breikkun bílastæða (malarstæði) með vegi að Haki 10.000.000
Útsýnispallur við Langastíg 25.000.000
Vegvísar í þinghelgi 3.000.000

Þórsmörk 10.000.000
Viðhald og merking göngustíga 10.000.000

Fyrri greinAukafé varið í Uxahryggi og Kaldadal
Næsta greinBuggybílakeppnin komin til að vera