Rúðubrot á Selfossi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rúða var brotin í kennslustofu í Sunnulækjarskóla á Selfossi í liðinni viku. Tilkynning um málið barst lögreglu í gær.

Á föstudag var tilkynnt um að rúða hafi verið brotin í Fjölheimum við Tryggvagötu á Selfossi og virðist gangstéttarhella hafa verið notuð til verksins.

Bæði þessi mál eru óupplýst og eru þeir sem hafa upplýsingar um þau beðnir um að gera lögreglu viðvart.