Ruddist hálfnakinn inn í íbúðarhús

Lögreglan á Selfossi fékk í síðustu viku tilkynningu um ölvaðan mann sem hafði ruðst hálfnakinn inn í íbúðarhús á Selfossi.

Maðurinn, sem var ofurölvi, var handtekinn og færður í fangageymslu þar sem víman rann af honum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn í óminnisástani og hafði enga hugmynd um ferðir sínar eða eða tilgang.