Rúðubrjótur í annarlegu ástandi

Snemma á laugardagsmorgun barst tilkynning um mann sem væri að brjóta rúður í húsum við Eyraveg á Selfossi.

Góð lýsing var gefinn á manninum og hann fannst skömmu síðar þá kominn að Pylsuvagninum við Ölfusárbrú. Hann var í mjög annarlegu ástandi og átti erfitt með að tjá sig.

Maðurinn var handtekinn og færður í fangageymslu. Við yfirheyrslu gekkst hann við því að hafa brotið nokkrar rúður í félagi við annan mann.