Rótary styrkti tónlistarskólann og björgunarfélagið

Rótarýklúbbur Selfoss færði Tónlistarskóla Árnesinga 300.000 króna styrk á fundi klúbbsins fyrir skömmu, en fundurinn var haldinn í húsnæði skólans.

Peningagjöfin er í tilefni sextíu ára afmælis tónlistarskólans og tengslum Rótarýklúbbsins við skólann en klúbbfélagar áttu þátt í stofnun skólans árið 1955.

Á sama fundi færði klúbburinn Björgunarfélagi Árborgar 100.000 krónur að gjöf.

Fyrri greinFyrsti sigur Stokkseyringa staðreynd
Næsta greinBrotlenti á Hellisheiði