Rósa og Gunnar taka við Árnesi

Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps hefur staðfest samning við Orna ehf, sem leigutaka veitingaaðstöðu í Árnesi og tjaldsvæðis.

Fólkið á bak við félagið Orna ehf eru hjónin Rósa Benediktsdóttir og Gunnar Jónatansson úr Reykjavík. Þau taka við rekstrinum 1. júní nk.

Samningurinn gildir í fjóra mánuði eða til 30. september.

Gunnar Örn Marteinsson sat hjá við afgreiðslu samningsins.