Rósa ný í sveitarstjórn

Rósa Matthíasdóttir í Hraunmörk hefur tekið sæti sem aðalmaður í sveitarstjórn Flóahrepps fyrir T-listann.

Hún tekur við af Elínu Höskuldsdóttur sem hefur látið af störfum og er flutt á Selfoss.

„Þetta verður voða gaman, ég hlakka verulega til. Ég vona að maður nái að láta gott af sér leiða því ég hef brennandi áhuga á að vinna að góðum málum fyrir Flóahrepp og fólkið sem þar býr,“ segir Rósa sem er gallhörð flokksbundin sjálfstæðiskona.

Fyrri grein„Jörðin verður ekki seld“
Næsta greinLögreglan fylgist með beltanotkun