Rör féll á fólksbíl

Rör féll af vörubílspalli og á fólksbifreið við Ölfusárbrú í morgun. Rörið lenti á hlið fólksbílsins og var hann óökufær á eftir.

Rörið var á palli vörubíls sem var að aka til norðurs yfir Ölfusárbrú. Þegar hann var kominn í aflíðandi beygju utan við brúna rann stálrörið af pallinum og skall í vinstri hliðinni á fólksbílnum sem kom úr gagnstæðri átt. Enginn slasaðist við óhappið.

Lögregla segir ljóst að ekki hafi verið gengið tryggilega frá rörinu á pallinum fyrir flutninginn.