Rólegt í Soginu

Líkt og annarsstaðar á landinu er miklu minna um lax í Soginu í sumar samanborið við síðastliðin ár.

Það endurspegla veiðitölurnar en þó ber að hafa í huga að ágústmánuður er alla jafna tími Sogsins. Samkvæmt nýjustu tölum úr Bíldsfelli var búið að skrá til bókar 60 laxa nú fyrir helgina.

Úr Alviðrubókinni voru taldir 14 laxar en staðfestar tölur lágu ekki fyrir úr Ásgarði. Síðast þegar spurnir bárust af veiði voru rúmlega 40 laxar komnir í bókina þar.

Fyrri greinSönghátíð á Klaustri um næstu helgi
Næsta greinEinstakur einirunni í Þórsmörk