Rólegt hjá lögreglu

Páskarnir hafa verið rólegir hjá lögreglunni á Selfossi. Lögreglan hefur fylgst vel með umferðinni og tekið nokkra ökumenn úr umferð vegna áfengis og lyfjaaksturs.

Um klukkan 23 í gærkvöldi valt lítil fólksbifreið skammt frá Kerinu í Grímsnesi og hafnaði hún utanvegar. Þrír voru í bílnum og voru tveir þeirra fluttir á sjúkrahús til skoðunar. Ekki er vitað um meiðsli þeirra.

Þá var einn ökumaður stöðvaður á Selfossi í gærkvöldi grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann var fluttur á lögreglustöðina þar sem tekin var blóðprufa.

Fyrri greinUmferð á Suðurlandi eykst á milli ára
Næsta greinFundað um eflingu útináms á Selfossi