Róleg vika hjá lögreglunni

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Síðasta vika var nokkuð róleg hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þrettán ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur en akstursskilyrði voru misjöfn og nú má gera ráð fyrir því að veður fari að trufla ökumenn frekar.

Þrír voru stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur, einn á Hornafirði og tveir í Árnessýslu. Málin bíða niðurstöðu blóðrannsóknar.

Alls voru tíu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Ekki urðu alvarleg slys á fólki í þessum tilvikum. Ekki urðu heldur slys á fólki í gær þegar fjöldi bíla endaði utan vegar á Hellisheiði og í Mýrdalnum.

Fyrri greinKæti með Skólablak í Hamarshöllinni
Næsta greinÍbúðarhús í Vík skemmdist í eldsvoða