Róleg vika hjá löggunni

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Liðin vika var fremur róleg hjá lögreglunni á Suðurlandi, að því er fram kemur í dagbók hennar. Skráð eru 266 verkefni í dagbókina og tengjast 160 þeirra umferðinni. Almenn mál eru 86 og 20 varða eftirlit með útlendingum, sem flestir eru að sækja um dvöl í landinu.

Í síðustu viku voru tólf ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt, tveir þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði, fjórir í V-Skaftafellssýslu, fjórir í Rangárþingi og tveir í Árnesþingi.

Einn var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna á Höfn og af öðrum voru höfð afskipti þar sem hann hafði ekið bifreið sinni út í Löngudæli við Stokkseyri. Sá er grunaður um ölvun við akstur og gisti fangageymslur á Selfossi. Hann var látinn laus daginn eftir.

Þá var vörubifreiðarstjóri kærður fyrir að aka of lengi án hvíldar. Sá stöðvaður á Þjóðvegi 1 við Reykjavík af umferðareftirliti.

Fyrri greinMjölnir bauð lægst í endurbætur
Næsta greinÁburðarstuðningur greiddur til bænda