Síðasta sólarhringur var með rólegra móti í embætti lögreglustjórans á Suðurlandi, enda gekk víða á með miklu votviðri.
Þrjú umferðarlagabrot eru skráð í dagbók lögreglu, þar af einn ökumaður kærður fyrir að aka á 133 km/klst hraða á Suðurlandsvegi í Landeyjum.
Þrjú hegningarlagabrot voru tilkynnt, þar af tvö eignaspjallamál og eitt þjófnaðarmál. Í dagbókinni eru einnig tvö umferðaróhöpp, þar af annað tengt hlaupahjóli, með minniháttar meiðslum.
Nokkuð algengt hefur verið upp á síðkastið að ekið sé á sauðfé og eitt slíkt skráð í austurhluta embættisins síðasta sólarhringinn.