Róleg jól hjá Selfosslöggunni

Lögreglan á Selfossi fékk þrjár tilkynningar um minniháttar líkamsárásir í og við skemmtistaðinn Hvítahúsið á Selfossi í nótt. Ekki liggur enn fyrir hvort brotaþolar muni leggja fram formlega kæru.

Að öðru leyti var nóttin róleg. Í gærkvöldi og í nótt voru 24 ökumenn stöðvaðir í sérstöku eftirliti með ölvunar- og fíkniefnaakstri og reyndust allir ökumennirnir í stakasta lagi.

Um klukkan 19 á aðfangadagskvöld var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ölvaðs manns í Sigtúni á Selfossi sem hafði dottið á andlitið og skorist lítillega. Ekki þurfti að gera að sári mannsins og honum var ekið heim.

Óveðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum síðustu daga en hafði lítil áhrif á störf lögreglu.

Fyrri greinFluttu veikt barn til Reykjavíkur með aðstoð björgunarsveita
Næsta greinFestu sig á Tungufellsdal