Rjúpuungar skemmta á Skeiðflöt

Nú þegar rjúpnaveiðitímabilið er byrjað eru sumir fuglar klókari en aðrir. Þessir átta rjúpuungar hafa ekki áhyggjur af skyttum þar sem þeir halda til heima við bæ á Skeiðflöt í Mýrdal.

Rjúpnahópurinn hefur skemmt heimilisfólkinu á Skeiðflöt að undanförnu og að sögn Sæunnar Sigurlaugsdóttur eru ungarnir ótrúlega spakir. „Þær vita sem er að þetta er öruggasta fylgsnið þeirra, heima við hús á þessum árstíma,” sagði Sæunn í samtali við sunnlenska.is.

Að sögn Sæunnar hefur ekkert sést af rjúpu í nágrenni Skeiðflatar ef þessi hópur en undanskilinn.

Fyrri greinHlynur fékk örn í afmælisgjöf
Næsta greinÞiggja ekki húsið á Kárastöðum