Rjúpnaskytturnar fundnar

Rjúpnaskytturnar tvær sem björgunarsveitir í Árnessýslu leituðu að í nótt í nágrenni Skjaldbreiðar fundust heilar á húfi um kl. 2:20.

Mennirnir fundust upp við Karl og Kerlingu sem eru móbergshnjúkar við Eyfirðingaleið sunnan Skjaldbreiðar.

Þeir höfðu lent í vandræðum með bíl sinn og voru utan farsímasvæðis. Mennirnir voru hins vegar vel búnir og héldu til við bílinn.