Rjúpnaskytturnar fundnar

Björgunarsveitarfólk frá Suðurlandi er nú á leið til byggða með rjúpnaskytturnar sem villtust við Heklu í kvöld. Mennirnir fundust klukkan rúmlega níu heilir á húfi.

Þeir voru orðnir blautir og kaldir en þeir villtust í þoku. Um 70 manns tóku þátt í leitinni að þeim og skipti sköpum að hægt var að vera í sambandi við þá í gegnum farsíma.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er því beint til rjúpnaskytta að þær kynni sér aðstæður og veðurspá og séu vel útbúnar.

Mikilvægt er að gera ferðaáætlun og skilja eftir hjá aðstandendum og vera með nauðsynlegan öryggisbúnað eins og GPS tæki eða neyðarsendi. Einnig getur skipt sköpum að hafa auka rafhlöðu fyrir farsíma.

Fyrri greinHvergerðingar skelltu Blikum
Næsta greinLokatölur í Suðurkjördæmi