Risaurriði úr Ytri-Rangá

Jóhannes með urriðann sem vóg 7,6 kg. Ljósmynd/​Aðsend

Sjóbirtingstímabilið hefst að venju í veiðiám landsins í dag og það beit heldur betur á agnið hjá Jóhannesi Hinrikssyni á bökkum Ytri-Rangár í morgun.

Tæplega 17 punda tröll tók Black Ghost einkrækju fyrir ofan brúnna við Hellu og á veiðivef Morgunblaðsins segir Jóhannes að viðureignin við fiskinn hafi verið mögnuð.

Þetta er einn stærsti urriði sem hefur veiðst í Ytri-Rangá á síðustu árum en hann var 7,6 kílógrömm í háfnum, 81 sentimetri og ummálið 52 sentimetrar. Honum var sleppt að loknum mælingum.

Fleiri veiðifréttir á mbl.is

Fyrri greinSumardeginum fyrsta aflýst
Næsta grein40 í einangrun á Suðurlandi