Risaskip í Þorlákshöfn

Flutningaskipið Onego Trader lagðist við bryggju í Þorlákshöfn í gær. Skipið er eitt það stærsta sem komið hefur til Þorlákshafnar.

Onego Trader var smíðað í Hollandi árið 2001 og er 133 metra langt og 6.301 brúttótonn.

Skipið kom til Þorlákshafnar til þess að sækja vikur sem skipað verður upp í Cuxhaven í Hollandi. Burðargeta Onego Trader er 8.930 tonn.

Fyrri greinHamar gaf eftir í lokin
Næsta greinSveitt að safna peningum