Rimlarnir björguðu á Bakkanum

Í nótt var gerð tilraun til innbrots í Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka. Rúður voru brotnar í tveimur gluggum á suðurhliðinni sem sjást ekki frá götunni.

Þegar innbrotsþjófarnir hafa ýtt gluggatjöldum til hliðar tóku við leikfimirimlar sem stöðvuðu för þeirra. Við það hafa þjófarnir þurft frá að hverfa.

Málið var tilkynnt lögreglu og starfsmenn Sveitarfélagsins Árborgar, sem er eigandi hússins, komu strax á staðinn til lagfæringa.

Fyrri greinFerðamálaþing á Selfossi í dag
Næsta greinSS byggir vöruhús í Þorlákshöfn