Ríkisvaldið lítilsvirðir lögreglumenn

Lögreglufélag Suðurlands mótmælir harðlega lítilsvirðandi framkomu ríksisins í garð lögreglumanna sem hafa nú verið samningslausir í 292 daga.

Á félagsfundi Lögreglufélags Suðurlands í kvöld var samþykkt eftirfarandi ályktun.

„Fundarmenn mótmæla harðlega lítilsvirðandi framkomu ríkisvaldsins í garð lögreglumanna á Íslandi en lögreglumenn hafa nú verið samningslausir í tæpa 300 daga.

Fundarmenn gera þá kröfu að laun lögreglumanna verði tafarlaust leiðrétt í samræmi við kröfur samninganefndar Landssambands lögreglumanna.“

Fyrri greinLilleström skoðar Babacar
Næsta greinSunnlenskt kvöld í Edrúhöllinni