Ríkissjóður kaupir skrifstofuhúsnæði á Hvolsvelli

Ríkissjóður hefur keypt skrifstofuhluta Rangárþings eystra á Hlíðarvegi 16 á Hvolsvelli en eignin verður nýtt fyrir starfsemi Lögreglunnar á Suðurlandi.

Að sögn Ísólfs Gylfa Pálmasonar, sveitarstjóra, er kaupverðið 36 milljónir króna en kaupsamningurinn var undirritaður síðastliðinn mánudag.

Eignin verður afhent áramótin 2017-2018 en þá mun allt skrifstofuhald sveitarfélagsins flytja í gömlu kaupfélagshúsin að Austurvegi 4 á Hvolsvelli. Sveitarfélagið keypti það hús fyrir tæpum þremur árum síðan ásamt bröggunum þremur sem standa norðan við kaupfélagshúsin. Þau hús voru keypt á 70 milljónir króna en eignunum fylgir lóð sem er 2,5 hektarar.

Fyrri greinHaldið upp á 10 ára afmæli hestabrautar FSu
Næsta greinAri Trausti: VG þakkar fyrir sig í Suðurkjördæmi