Ríkiskaup semur við TRS um kaup á netþjónum

TRS á Selfossi og Ríkiskaup hafa undirritað rammasamning um kaup á netþjónum fyrir ríkisstofnanir.

Samningar voru undirritaður í kjölfar útboðsferlis sem lauk nýverið og er markmiðið með þeim að tryggja ríkisstofnunum hagkvæmari verð á miðlægum tölvubúnaði. Allar stofnanir og fyrirtæki í meirihluta eigu ríkisins á hverjum tíma eru aðilar að rammasamningum ríkisins

Ríkiskaup semur við fjóra aðila í þessum rammasamningi og var TRS með annað hægstæða tilboðið. Samningstíminn getur verið allt að 4 árum.

Fyrri greinTeitur til sænsku meistaranna
Næsta grein23 héraðsmet sett á Áramótamóti á Selfossi