Ríkið dæmt til að greiða GOGG 234 millj­ón­ir

Grímsnes. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Hæstirétt­ur dæmdi í dag ís­lenska ríkið til þess að greiða Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi rúm­ar 234 millj­ón­ir króna. Málið sner­ist um deil­ur í tengsl­um við flutn­ing verk­efna frá ríki til sveit­ar­fé­laga en Lands­rétt­ur og héraðsdóm­ur höfðu áður sýknað ríkið.

Hæstirétt­ur komst að þeirri niður­stöðu að rík­inu hefði ekki verið heim­ilt að fella niður greiðslur til Gríms­nes- og Grafn­ings­hrepps úr jöfn­un­ar­sjóði með reglu­gerð líkt og gert hefði verið í til­felli sveit­ar­fé­lags­ins á ár­un­um 2013-2016. Til þess hefði þurft laga­stoð.

Hæstirétt­ur klofnaði í mál­inu en einn dóm­ari af fimm,  Bene­dikt Boga­son, skilaði sér­at­kvæði. Kem­ur þar fram að hann sé ósam­mála því að ákvörðun rík­is­ins hefði farið í bága við stjórn­ar­skrána. Tel­ur hann að um­rædda reglu­gerð eiga stoð í lög­um.

Fjög­ur önn­ur sveit­ar­fé­lög hafa krafið ríkið um end­ur­greiðslur á sömu for­send­um, meðal annars Ásahreppur sem krefst 79 milljón króna endurgreiðslu.

mbl.is greinir frá þessu

Fyrri greinHörkueinvígi framundan gegn Haukum
Næsta greinSölvi læsti Haukana úti