Ríkið leigir húsnæði sem ekki er á skrá

Vatnajökulsþjóðgarður hefur leigt húsnæði í Hólaskjóli í Skaftártunguafrétti í þrjú ár, en húsin í Hólaskjóli eru ekki til á fasteignaskrá og ekki borguð af þeim nein gjöld.

Þá er ekkert rekstrarleyfi til staðar að sögn sýslumannsins í Vík. Hefur svo gengið árum saman þótt rekstur hafi verið í húsunum.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu. PANTA ÁSKRIFT