Rifrildi lauk með kjaftshöggi

Lögregla var kölluð að Hótel Selfoss á föstudagskvöldið þar sem par hafði verið að rífast fyrir utan hótelið.

Rifrildinu lauk með því að konan sló félaga sinn með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að blóð lak úr báðum vörum mannsins.

Árásarþolinn fór á eigin vegum til læknis á heilsugæsluna á Selfossi.

Fyrri greinSjö fíkniefnamál til rannsóknar – fimm þjófnaðir kærðir
Næsta greinBúist við flóði í Hvítá og Ölfusá