Ríflega 99% íbúa kjósa tengingu

Vonir standa til þess að unnt verði að ljúka ljósleiðaravæðingu Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir jól.

Að sögn sveitarstjórans, Kristófers Tómassonar, hefur vinna við tengingu gengið vel og er nú unnið að tengingu í þéttbýlinu í Brautarholti og Árnesi.

Unnt verður að tengja og blása innan skamms og fyrstu tengingar gætu verið farnar að virka í lok nóvember.

Nánast allir íbúar í hreppnum hafa kosið tengingu utan eitt býli. 172 heimili eru í sveitarfélaginu og fá þeir tenginguna frítt. Þá hafa eigendur 55 sumarbústaða ákveðið að taka ljósleiðara en þeir greiða kostnað við heimtaug.

Það er jarðvinnuverktakinn Þjótandi ehf. á Hellu sem vinnur verkið og hljóðar kostnaðaráætlun við verkið allt upp á um 195 milljónir króna.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinÞakplötur á flugi í Vík
Næsta greinMyntsafnarinn Helgi sveipaður ljúfum tónum