Reyrhagi fallegasta gatan

Umhverfisdeild Árborgar valdi Reyrhaga fallegustu götu Árborgar 2010.

Við athöfn kl. 17 á fimmtudag verður afhjúpað viðurkenningarskilti við gatnamót Reyrhaga og Nauthaga auk þess sem elsti og yngsti íbúi götunnar fá blóm.

Við sama tækifæri mun bæjarstjóri Árborgar afhenda verðlaun fyrir fallegustu garðana í sveitarfélaginu sem eru Kálfhólar 5 á Selfossi og Strandgata 8 á Stokkseyri. Eigendur Kálfhóla 5 eru Soffía Pálsdóttir og Ásgeir Vilhjálmsson en eigendur Strandgötu 8 eru Kristín Þuríður Sigurðardóttir og Vilhjálmur Magnússon.

Fallegustu garðarnir verða til sýnis nk. laugardag, 24. júlí kl. 13-17.

Umhverfisdeild Árborgar virðist hrifin af Hagahverfinu því næsta gata við, Grashagi, fékk verðlaunin í fyrra.