Reynt að dýpka Landeyjahöfn í febrúar

Dæluskip í Landeyjahöfn. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Sigurður Jónsson

Vegagerðin segir að verði aðstæður þannig að unnt sé að dýpka Landeyjahöfn nú í febrúar verði það gert. Það gæti orðið síðar í mánuðinum en samkomulag hefur verið gert við Björgun um þá dýpkun.

Veðuraðstæður eru hins vegar þannig núna að engin von er til dýpkunar í næstu viku. Vegagerðin mun fylgjast náið með aðstæðum.

Björgun verður komin með dýpkunarskip á staðinn 23. eða 24. febrúar og ef einhver von er um að aðstæður til dýpkunar vænkist eftir það verður það reynt.

Herjólfur siglir þessa dagana til Þorlákshafnar og verður svo áfram, þar til annað verður tilkynnt.

Fyrri greinFSu hefur æft af kappi fyrir viðureign kvöldsins
Næsta greinFSu skellti ríkjandi meistunum með stæl