Reynir nýtt stökk í tilefni dagsins

„Þetta var ekkert æðislegt,“ segir hin 15 ára Sigrún Drífa Þorfinnsdóttir þegar hún rifjar upp slysið sem varð til þess að hún fótbrotnaði illa á báðum fótum.

Í dag er heilt ár liðið frá slysinu sem varð í fimleikasal Sunnulækjarskóla á Selfossi. Sigrún er nú byrjuð að æfa fimleika að fullu, syngur í kór, spilar á fiðlu og stundar hestamennsku að kappi.

Sigrún er óðum að ná fyrri styrk og hefur alla tíð tekist á við slysið af mikilli yfirvegun. „Mér hefur svo farið mjög mikið fram síðustu vikurnar, en ég er ekki alveg eins góð og ég var,“ segir Sigrún sem ætlar ekki að gera neitt sérstaklega í tilefni dagsins.

„Kannski að ég reyni bara að gera eitthvað nýtt stökk,“ segir Sigrún Drífa létt í bragði.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Fyrri greinÓeðlilegar flettingar í sjúkraskrá HSu
Næsta greinNágrannaslagur af bestu gerð