Reyndu að sturta niður hassinu

Lögreglan á Selfossi handtók par í fjölbýlishúsi í bænum í vikunni grunað um dreifingu fíkniefna.

Um 60 grömm af marijuana fannst í íbúðinni og var það pakkað í sölueiningar. Eigandi þess var í óðaönn að týna það í klósettið þegar lögregla fór inn í íbúðina en tókst ekki að koma því undan.

Parið var það flutt á lögreglustöðina og dvaldi þar yfir nótt á meðan rannsókn fór fram.