Reyndi að smygla lyfjum á Hraunið

Í síðustu viku reyndi kona að smygla tæplega sextíu lyfjatöflum inn til fanga á Litla Hrauni. Hún hafði ætlað að heimsækja fanga en við leit framvísaði hún töflunum sem hún faldi innan klæða.

Konan var handtekin og færð til yfirheyrslu á lögreglustöðinni á Selfossi.

Töflurnar hafa verið sendar til greiningar á rannsóknarstofu. Komi í ljós að um lyf eða ólögleg efni er að ræða mun konan verða ákærð fyrir tilraun til að smygla efnum inn í fangelsi.